Íþrótta- og tómstundadagar í Grindavík
Dagana 10. - 12. september munu íþrótta- og tómstundafélög í Grindavík kynna starfsemi sína. Íþróttadeildir munu vera með opnar æfingar þar sem allir eru velkomnir og kynna sér starfsemi þeirra og prófa íþróttina. Önnur tómstundafélög verða annað hvort með opin hús eða sérstaka kynningu í íþróttahúsinu á laugardaginn milli kl. 13:00 og 14:00.
Óhætt er að segja að frístundaframboð í Grindavík sé töluvert og ættu flestir að geta fundið sér félagsskap við hæfi. Jafnhliða þessum dögum verður gefin út sérstök frístundahandbók þar sem er að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi þessara félaga.
Hér á vef Grindavíkurbæjar er hægt að kynna sér nánar dagskrá daganna.