Íþrótta- og ævintýraskólanum lokið í Garðinum
Tæplega 40 krakkar á aldrinum 5 – 11 ára luku í dag íþrótta- og ævintýraskóla sem fram fór Garðinum nú síðustu vikurnar.
Skólanum stjórnaði Garðmaðurinn og fótboltakappinn Guðjón Árni Antoníusson og honum til aðstoðar voru Sigurður Gunnar Sævarsson íþróttafræðinemi og Ásta Guðný Ragnarsdóttir skátaforingi. Krakkarnir hafa verið í ýmsum verkefnum, s.s. fjársjóðsleit, hjólaferð, sundi, óvissuferð, heimsótt félagsmiðstöðina og útieldun, svo eitthvað sé nefnt.
Á lokadegi skólans fengu krakkarnir m.a. að fara upp í báða vitana á Garðskaga, en þau enduðu daginn í íþróttahúsinu og þar sem þau fengu pizzu og djús ásamt gjöf sem ætlað er að efla hreyfingu þeirra. Krakkarnir hafa skemmt sér konunglega og höfðu á orði að leiðinlegt væri að skólanum væri lokið.