Issa í sómalska landsliðið
Knattspyrnumaðurinn Issa Abdulkhadir, leikmaður Keflavíkur, hefur verið valinn í sómalska landsliðið. Frá þessu er greint á www.keflavik.is
Issa, sem hefur tvöfalt ríkisfang frá Sómalíu og Bretlandi, mun leika með sómalska landsliðinu á XXIX Edition of the CECAFA Al-amoudi Senior Challange Cup í Rúanda. Keflavík hefur þegar samþykkt beiðni sómalska knattspyrnusambandsins um að fá Issa til að taka þátt í mótinu.
Enn fremur er greint frá því á vefsíðu Keflavíkur að Issa sjálfur hafi verið ákaflega glaður við þessi tíðindi og að hann bíði fullur eftirvæntingar eftir því að hefja æfingar með Keflvíkingum í janúar.
www.keflavik.is