Íslenska kvennalandsliðið æfir á Sandgerðisvelli
Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu æfðu sig í gær á Sandgerðisvelli fyrir leik sinn gegn Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og hefst klukkan 20:00.
Þetta er mikilvægur leikur fyrir sæti þeirra í úrslitakeppni HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári 2011. Voru stelpurnar mjög ánægðar með aðstöðuna í Sandgerði.
Eins og við sögðum frá um helgina gista stelpurnar á Flughóteli og góður nætursvefn er mikilvægur nóttina fyrir leik. Þær virðast hafa sofið vel á Flughóteli því þær unnu Norður-Íra með tveimur mörkum gegn engu.
Myndir/245.is.
Fleiri myndir á www.245.is hér.