Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Íslendingar mæta Hollendingum í dag
Mánudagur 15. ágúst 2005 kl. 11:08

Íslendingar mæta Hollendingum í dag

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eru staddir í Groningen í Hollandi í dag, en þeir mæta hollenska landsliðinu í fyrri vináttuleik liðanna í kvöld kl. 18:00 að íslenskum tíma í Martini Plaza íþróttahöllinni. Seinni leikurinn verður á morgun en leikirnir tveir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópuleikina gegn Dönum og Rúmenum í september.

Sjö leikmenn íslenska liðsins eru suðurnesjamenn en þeir eru Magnús Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Jónsson, Gunnar Einarsson og Jón N. Hafsteinsson frá Keflavík, Friðrik Stefánsson og Egill Jónasson frá Njarðvík og Logi Gunnarsson frá Giessen 46ers.

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari sagðist í samtali við kki.is ætla leika ákveðið gegn Hollandi sem hefur á að skipa  jöfnu og hávöxnu liði. "Strákarnir eru tilbúnir í leikinn og eins og í öðrum leikjum leikum við til sigurs."

Liðið heldur svo til Kína þar sem þeir eiga tvo æfingaleiki við kínverska landsliðið, sem teflir m.a. fram hinum risavaxna Yao Ming (226 cm) sem leikur með NBA liðinu Houston Rockets og er einn besti miðherji heims í dag.

VF-mynd/ Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024