Íslendingar leika um þriðja sætið í Kína
Þrír Keflvíkingar í hópnum
Íslenska U15 landslið karla í knattspyrnu mun leika um þriðja sætið á morgun áÓlympíuleikum æskunnar á sem fara fram í Nanjing í Kína um þessar mundir. Liðið tapaði gegn Suður-Kóreu í undanúrslitum en mun leika um þriðja sætið gegn Grænhöfðaeyjum. Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson þjálfar liðið en í hópnum eru einnig tveir Keflvíkingar, þeir Sigurbergur Bjarnason og Hilmar McShane.
Þjálfarinn einbeittur á svip í Kína. (Mynd frá KSÍ)