Íslendingar Evrópumeistarar C-liða - Sara Rún valin best
U-16 ára landsliði stúlkna í körfubolta sigraði glæsilega Evrópukeppni C-deild á Gíbraltar í gærkvöldi eftir sigur á Kýpur í úrslitaleik 57:44. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst Íslendinga í leiknum með 24 stig.
Suðurnesjastúlkurnar Sara Rún Hinriksdóttir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir voru valdar í úrvalslið mótsins og Sara Rún var valin mikilvægasti leikmaðurinn í mótinu. Þær Sara og Sandra leika með Keflvíkingum en Guðlaug Björt með Njarðvík. Hópurinn er væntanlegur til Íslands í dag.