Íslandsmótinu lokið í Reykjanesbæ: Hjalti meistari fjórða árið í röð
Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einstaklingskeppni í boccia var að ljúka rétt í þessu þar sem Hjalti Bergmann Eiðsson varð Íslandsmeistari í 1. deild fjórða árið í röð en Hjalti keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.
Íþróttafélagið Nes var framkvæmdaraðili mótsins sem fór fram með miklum sóma í Íþróttahúsinu að Sunnubraut og í Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Fjölmargir sjálfboðaliðar sáu til þess að dómgæsla væri með besta móti og að allt gengi snuðrulaust fyrir sig. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem stóðu svo myndarlega að mótsframkvæmdinin.
Úrslit í deildum 1-4:
1. Deild
1. Sæti: Hjalti Bergmann Eiðsson, ÍFR
2. Sæti: Stefán Thorarensen, Akri
3. Sæti: Kristjana Halldórsdóttir, Ösp
2. Deild
1. Sæti: Jón Sigfús Bæringsson, Grósku
2. Sæti: Reynir Ingólfsson, Suðra
3. Sæti: Ómar Örn Ólafsson, Grósku
3. Deild
1. Sæti: Sigurrós Karlsdóttir, Akri
2. Sæti: Haukur Gunnarsson, Suðra
3. Sæti: Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra
4. Deild
1. Sæti: Magnús H Guðmundsson, Ívari
2. Sæti: Ragnhildur Ólafsdóttir,ÍFR
3. Sæti: Sigvaldi Hreiðarsson, ÍFR
Ljósmynd/ Frá vinstri: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir formaður Nes í Reykjanesbæ, Stefán Thorarensen frá Akri (2. sæti), Hjalti Bergmann Eiðsson frá ÍFR (Íslandsmeistari) og Kristjana Halldórsdóttir frá Ösp (3. sæti).