Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmótið í Stinger á sunnudaginn
Föstudagur 21. september 2012 kl. 09:43

Íslandsmótið í Stinger á sunnudaginn

Sunnudaginn 30. september næstkomandi standa Körfuknattleiksdeild ÍR og Karfan.is að Íslandsmótinu í Stinger. Mótið fer fram í Hertz Hellinum í Breiðholti (áður íþróttahús Seljaskóla) en þetta er annað árið í röð sem mótið er haldið. Hinn örvhenti ofurmaður, Trausti Stefánsson, varð Íslandsmeistari í fyrra þar sem hann skaut m.a. Jimmy Bartolotta ref fyrir rass.

Í fyrra tóku um 30 manns þátt í mótinu og Trausti fór heim með forláta farandbikar sem hann verður að afhenda áður en keppni hefst.

Takið daginn frá, nánari upplýsingar berast síðar en keppnin hefst kl. 15:00 í Hertz Hellinum.

Að sögn aðstandenda keppninnar mættu nokkrir galvaskir Suðurnesjamenn til leiks í fyrra en komust ekki lengra en í aðra umferð. Nú væri því ráð að bæta út því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024