Íslandsmótið í sprettþraut tókst vel
Herbalife Íslandsmeistaramótið í sprettþraut fór fram í Reykjanesbæ á laugardagsmorgninum í þokkalegu veðri. Talsverður vestanstrekkingur gerði samt keppendum ákveðna kafla í brautinni nokkuð erfiða. Góð þátttaka var í þrautinni sem gekk vel. Íslandsmeistarar í Sprettþraut 2013 komu báðir frá 3SH. Það voru þau Birna Björnsdóttir og Hákon Hrafn Sigursson.
Öll úrslit má finna á : http://thriko.is/live/