Íslandsmótið hófst í Leiru í morgun
Júlíus Rafnsson, forseti Golfsambands Íslands, sló upphafshöggið í morgun á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru.
Fyrsti keppandi á teig í morgun var Ragna Björk Ólafsdóttir úr GK og á eftir henni sló Elísabet Oddsdóttir úr GR. Veður á Leirunni er ágætt, hægur vindur, skýjað og hiti um 12 gráður.
Stöðugur fréttaflutningur af mótinu er á www.kylfingur.is