Íslandsmót yngri flokka á Mánagrund um helgina
Hestamannafélagið Máni mun nú um helgina standa fyrir Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum en fjörið hefst nú á fimmtudaginn 21. júlí og stendur fram á sunnudag. Yfir 430 keppendur eru skráðir til leiks en Máni hélt síðast Íslandsmót yngri flokka árið 2005.
Undirbúningur er í fullum gangi og eru áhugasamir hvattir til að kíkja við á Mánagrund um helgina en aðgangur er ókeypis og eflaust verður mikið líf og fjör á staðnum.
Mynd: Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bruni frá Hafsteinsstöðum náðu þeim frábæra árangri að sigra unglingaflokkinn á Landsmótinu á Vindheimamelum sem fram fór á dögunum.