Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmót ÍPS um helgina
Þriðjudagur 8. febrúar 2011 kl. 09:10

Íslandsmót ÍPS um helgina

Íslandsmót ÍPS í 301 verður haldið helgina 12. og 13. febrúar 2011. Mótið verður spilað í píluaðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Hrannargötu 6 Reykjanesbæ. Spilaður verður einmenningur á laugardegi og tvímenningur á sunnudegi. Mótið byrjar kl 13:00


Skráning er hjá Magga Sig í síma 891-6010 og Helga Magg í síma 660-8172 fyrir kl 10:00 þann 12. febrúar í einmenning, en hægt að skrá sig á staðnum í tvímenning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gildir þáttakendur eru þeir sem hafa gert upp árgjald fyrir tímabil sept. 2010 til sept. 2011.


Keppnisgjald er 2000 kr í einmenning og 3000 fyrir parið í tvímenning. Spilað verður í riðlum og svo hreinn útsláttur. ÍPS er áfengislaust samband.