Íslandsmót í sveitakeppni
Um síðustu helgi fór fram sveitakeppni Júdósambands Íslands. Þrjú ung lið af Suðurnesjum kepptu í flokki 11–14 ára, tvær sveitir úr Njarðvík og ein úr Vogunum. Stúlknasveit UMFN varð önnur í sínum flokki og drengjasveit Þróttar krækti í þriðja sætið í sínum flokki.
Mótið var í alla staði skemmtilegt, margar skemmtilegar viðureignir sáust og glæsileg tilþrif hjá þessu efnilega júdófólki. Silfursveit UMFN var skipuð Sunnu Dís, Mariam Badawy, Birtu Rós og Rinesu Sopi. Bronssveit Þróttar var skipuð þeim Gabríel Vigni, Alexander Mána, Keeghan Frey og Patreki Fannari.