Íslandsmót í pílu í Reykjanesbæ á morgun
Íslandsmót í pílukasti verður haldið 2.og 3. maí í píluaðstöðu Reykjanesbæjar að Hrannargötu 6.
Á morgun, 2. maí, verður spilaður tvímenningur og byrjar hann kl. 18 og spilað verður alla leið að úrslitaleiknum.
Daginn eftir verður spilaður einmenningur sem byrjar kl 10:00 um morguninn.
Skráning er hjá Helga Magg í síma 660-8172 og lýkur skráningu í tvímenning kl. 17 á morgun og kl. 9 á laugardag í einmenninginn.
Úrslitaleikir fara fram á milli 17 og 19 á laugardag.