Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss: 5. flokkur Njarðvíkur í öðru sæti
Mánudagur 23. febrúar 2004 kl. 16:42

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss: 5. flokkur Njarðvíkur í öðru sæti

5. flokkur Njarðvíkinga vann til silfurverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í knattspyrnu innanhúss sem kláraðist um helgina. Njarðvíkingar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni og unnu Hött í undanúrslitum, 3-1.

Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að þeir töpuðu, 1-3, í úrslitum gegn ÍA eftir skemmtilegan leik. Skagamenn náðu forystunni í fyrri hálfleik með slysalegu sjálfsmarki og juku svo forskotið í byrjun seinni hálfleiks. Lúkas Malesa kom Njarðvíkingum aftur inn í leikinn með góðu marki, en þrátt fyrir þunga sókn náðu þeir ekki að jafna. Þriðja mark Skagamanna kom svo rétt áður enn lokaflautið gall og tryggði þeim sigurinn endanlega.

Þetta var í fyrsta skipti sem Njarðvíkingar hafna í verðlaunasæti í úrslitum innanhúss, en þeir hafa nokkrum sinnum áður náð inn í úrslitakeppnina. Þetta verður að teljast mjög góður árangur því þeir æfa ekkert við þessar aðstæður og eini undirbúningurinn fyrir þetta mót var æfingaleikur út í Garði í síðustu viku.

Þess má einnig geta að þessir sigursælu drengir eru úr þeim tveimur liðum sem náð hafa að sigra á Shellmótinu í Vestmannaeyjum síðustu tvö ár.

Mynd: Silfurlið Njarðvíkur, af umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024