Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 24. ágúst 2001 kl. 11:44

Íslandsmót í Keflavík

Á milli trillubáta og annarra smábáta í smábátahöfninni í Gróf í Keflavík má sjá stór möstur. Níu skútur liggja í höfninni tilbúnar fyrir siglingu. Þessa helgina stendur yfir Íslandsmót í kjölsbátasiglingum í Keflavík. Alls hafa 9 kjölbátarskráð sig til keppni og má búast við því að baráttan um titilinn verði hörð.
Gert er ráð fyrir að brautin liggi rétt utan við bæinn og því auðvelt að fylgjast með siglingamótinu. Í dag fara fram tvær umferðir sem hefjast kl. 14:30 og á morgun fara fram þrjár umferðir sem hefjast kl. 11:00. Verðlaunaafhending fer fram á Kaffi Duus milli kl. 17-19 á laugardag. Þegar ljósmyndari leit við í smábátahöfnina voru keppendur og aðstandendur í óðaönn að gera klárt fyrir mótið. Íslandsmeistara frá því í fyrra frá Hafnarfirði voru á fullu að þrífa kjöl skútunnar en þeir stefna að því að verja titilinn. Í hádeginu verður haldinn skipstjórafundur þar sem keppendur fá að vita um leiðina sem á að sigla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024