Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmót í Bardagahöllinni um næstu helgi
Frá keppni í Jiu Jitsu hjá Sleipni.
Þriðjudagur 4. nóvember 2014 kl. 09:17

Íslandsmót í Bardagahöllinni um næstu helgi

- Keppt í Brazilian Jiu Jitsu eða BJJ.

Íslandsmeistaramót í Brazilian Jiu Jitsu eða BJJ fer fram um næstu helgi. Mótið verður haldið í Bardagahöllinni að Iðavöllum 12. Njarðvíkingar hafa sigrað þessa keppni tvö síðastliðin ár bæði í barna og ungilingaflokki.  

8-12 ára byrja klukkan 10 og lýkur keppni um 11 leytið. Unglingaflokkar byrja klukkna 12 en keppninni gæti verið flýtt ef að keppni í barnaflokkum gengur vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar eiga marga Íslandsmeistara í þessari íþrótt og öllum er velkomið að koma og bera þessa efnilegustu bardagamenn og konur augum og fá sér kaffi og með því í leiðinni, er segir í tilkynningu.