Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmót í badminton í Reykjanesbæ
Mánudagur 1. mars 2004 kl. 13:50

Íslandsmót í badminton í Reykjanesbæ

Íslandsmót unglinga að 19 ára aldri verður haldið í Reykjanesbæ dagana 12. til 14. mars 2004. Þetta er í annað sinn síðan 2002 sem badmintondeild Íþrótta og ungmennafélags Keflavíkur er umsjónaraðili með þessu Íslandsmóti í samvinnu við Badmintonsamband Íslands.
Keppt er í fjórum flokkum, keppt er í aldursflokkum U-13, U-15, U-17 og U-19 sem þýðir að þátttakendur eru á aldrinum 11 til 19 ára. Keppt er í tvíliða og tvenndarleik ásamt einliða í öllum aldursflokkum pilta og stúlkna. Mótið hefst föstudaginn 12 mars kl. 16 með setningu, en mótið setur bæjarstjóri Reykjanesbæjar Árni Sigfússon. Að setningu lokinni hefst keppni í einliðaleik, og spilað fram eftir kvöldi. Keppni hefst svo aftur kl. 9 laugardagsmorgun 13 mars. Stefnt er að því að ljúka svo keppni um miðjan dag á sunnudag 14. mars.

Keppendur koma víðsvegar að af landinu svo sem frá Akureyri, Siglufirði, Akranesi,Þorlákshöfn, Hafnarfirði,Reykjavík og frá Mosfellsbæ en þar var þetta mót haldið í fyrra. Vill stjórn badmintondeildar Íþrótta og ungmennafélags Keflavíkur bjóða bæjarbúum að líta inn í Íþróttahúsið við Sunnubraut þessa helgi og fylgjast með skemmtilegu móti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024