Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Íslandsmót eldri kylfinga á Hólmsvelli
Fimmtudagur 20. júlí 2006 kl. 17:38

Íslandsmót eldri kylfinga á Hólmsvelli

Íslandsmót eldri kylfinga hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru. Fjölmargir kylfingar eru samankomnir á þetta mót sem stendur yfir í þrjá daga.
Allir keppendur virtust sammála um að völlurinn væri í mjög góðu ásigkomulagi og ekki skemmir veðurspáin fyrir en því hefur verið haldið fram að eldri kylfingar fái yfirleitt vonskuveður þegar Íslandsmótið er haldið.

Mikil stemning var í fólki þegar okkar menn kíktu í Leiruna og hittu keppendur. Ekki virtist æsingurinn mikill í árangur heldur voru flestir þangað komnir til þess eins að skemmta sér.

 

Myndiskeið frá mótinu er hægt að finna í Vef-sjónvarpinu hér á síðunni.

 

VF-mynd/Hilmir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024