Íslandsmet í Prag hjá Sindra Þór
Sindri Þór Jakobsson ÍBR setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í 200 metra flugsundi þegar hann synti á 2:02,97 á EMU í morgun. Sindri varð í 19. sæti í greininni. Eldra metið átti Sindri sjálfur en það var 2:03,48 mínútur og var sett á Smáþjóðaleikum á Kýpur nú í byrjun júní.
Mynd/keflavik.is - Sindri á Kýpur fyrr í sumar með forseta Íslands.