Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmeistari í 10 dönsum
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 15:53

Íslandsmeistari í 10 dönsum

Njarðvíkingurinn María Tinna Hauksdóttir varð ásamt dansfélaga sínum Gylfa Má Hrafnsyni Íslandsmeistari í 10 dönsum í flokki ungmenna með því að sigra glæsilega alla 10 dansana. Mótið fór fram um síðustu helgi.
 
Þau María Tinna og Gylfi hafa átt góðu gengi að fagna og fyrr í þessum mánuði sigruðu þau á Opna sænska mótinu í ballroom dönsum í U21 og urðu í 2. sæti í flokki fullorðinna. Í febrúar uðru þau bikarmeistarar í ballroom dönsum í flokki ungmenna. 
 
Framundan hjá þeim er Evrópumót um páskana og hið margrómaða Opna breska meistaramótið í Blackpool í maí, sem er ein virtasta danskeppni í heimi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024