Íslandsmeistaratitlar hjá yngri flokkunum í körfu
Úrslit yngriflokka í körfubolta fóru fram um helgina í Laugardalshöllinni. Suðurnesin áttu fjölda fulltrúa sem léku til undanúrslita á föstudeginum og laugardeginum en úrslitaleikirnir sjálfir fóru fram í gær. Þar komu þrír Íslandsmeistaratitlar í hús, tveir hjá Keflvíkingum og einn hjá Njarðvíkingum.
Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar í unglingaflokki karla með sigri á Haukum 76-63 þar sem Ólafur Helgi Jónsson var valinn maður leiksins með 20 stig og 12 fráköst.
Í unglingaflokki kvenna var gríðarleg spenna þegar Keflvíkingar báru sigurorð af Snæfell 72-70 þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndu. Þar var Eva Rós Guðmundsdóttir valin maður leiksins með 17 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.
Keflvíkingar eignuðust svo enn eina Íslandmeistarana þegar að 10. flokkur kvenna lagði granna sína úr Grindavík örugglega, 71-31 og þar var atkvæðamest Sandra Lind Þrastardóttir með 16 stig og 10 fráköst.
mynd: karfan.is