Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 21. ágúst 2000 kl. 13:19

Íslandsmeistaratitill í torfæru í sjónmáli

Íslandsmeistaratitill í götubílaflokki íslensku torfærunnar er í sjónmáli hjá Gunnari Gunnarssyni á Trúðnum eftir glæstan sigur í DV-Sport torfærunni við Litlu Kaffistofuna á laugardag. Hann hefur 17 stiga forskot á næsta mann þegar ein umferð er eftir í Grindavík um næstu helgi. Gunnar á einnig góða möguleika á að verða heimsbikarmeistari í götubílaflokki. Þar er munurinn minni og þrár keppnir þar til úrslit verða ljós. Þar er Gunnar Gunnarsson með 50 stig en næstur á hæla honum kemur Ásgeir Jamil Allansson með 42 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024