Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmeistararnir í heimsókn
Miðvikudagur 27. febrúar 2008 kl. 11:08

Íslandsmeistararnir í heimsókn

Keflavík tekur á móti Haukum í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld kl. 19:15 í Sláturhúsinu. Aðeins þrjár umferðir eru eftir í deildarkeppninni áður en kemur að úrslitakeppni en Keflavík þarf sigur í kvöld og gegn KR í næstu umferð til þess að gulltryggja sér deildarmeistaratitilinn. Keflvíkingar eru í lykilstöðu í deildinni og verði þær deildarmeistarar hafa þær heimaleikjaréttinn sín megin alla úrslitakeppnina.

 

Ljóst er að Keflavík, KR, Grindavík og Haukar leika til úrslita og ræðst það brátt hvaða lið mætast í fyrstu umferð. Ef úrslitakeppnin hæfist í dag myndu Keflavík og Haukar mætast í fyrstu umferð og svo KR og Grindavík.

 

Þá mætast botnliðin Fjölnir og Hamar í Grafarvogi kl. 19:15.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ Úr safni - Haukar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í Sláturhúsinu í fyrra!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024