Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmeistarar síðustu sex ára kljást
Þriðjudagur 18. apríl 2017 kl. 14:11

Íslandsmeistarar síðustu sex ára kljást

Grindavík sækir KR heim

Grindvíkingar hefja leik í úrslitum Domino’s deildar karla í kvöld þegar þeir sækja heim ríkjandi meistara KR í Vesturbænum. KR hafði betur í báðum viðureignum liðanna í vetur. Í DHL höllinni unnu þeir 25 stiga sigur en í Grindavík munaði aðeins tveimur stigum á liðunum.

Þarna eru að mæta liðin sem hafa lyft Íslandstitlinum síðustu sex árin. Grindvíkingar árin 2012 og 2013 en KR-ingar hafa fagnað sigri síðustu þrjú árin auk þess að sigra árið 2011. Grindvíkingar fóru síðast í úrslit árið 2014 þar sem þeir töpuðu gegn KR 3-1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Átta sinnum hafa KR-ingar orðið Íslandsmeistarar en Grindavík þrisvar. Liðin áttust við árið 2009 í úrslitum en sú rimma er talin ein sú svakalegasta í íslenskum körfubolta. Myndband frá oddaleiknum má sjá hér að neðan en þar réðust úrslitin á síðustu stundu.