Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmeistarar mættu óvænt í Leiruna
Issi afhenti Guðmundi Ágústi flottan peningastyrk eftir mótið. VF-myndir/hilmarbragi.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
laugardaginn 31. ágúst 2019 kl. 08:47

Íslandsmeistarar mættu óvænt í Leiruna

Issi, sem rekur veitingasöluna hjá Golfklúbbi Suðurnesja, blés til einvígis milli stjörnuliðs sem hann mannar, aðalsveitar Golfklúbbs Suðurnesja og sveitar eldri kylfinga klúbbsins.

Á síðasta ári stóð lið Issa uppi sem sigurvegari og var hann staðráðinn í að halda bikarnum áfram. Engu var til sparað og fékk hann tvo Íslandsmeistara í lið með sér, þá Guðmund Ágúst Kristjánsson, nýkrýndan Íslandsmeistara í höggleik, og Rúnar Arnórsson, Íslandsmeistara tveggja síðustu ára í holukeppni, ásamt fleiri kylfingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leiknar voru níu holur og þurfti Issi að láta bikarinn af hendi til A-sveitar GS sem stóð uppi sem sigurvegari þetta árið. Að keppni lokinni bauð Issi til veislu í golfskálanum og afhenti Guðmundi Ágústi styrk frá sér og keppendum. Styrkurinn kom Guðmundi Ágústi gersamlega í opna skjöldu enda hafði hann bara verið beðinn um að vera í liðinu og vissi ekkert af þessum fyrirætlunum Issa. Boðsmótið þótti heppnast vel og verður að líkindum endurtekið að ári.

Sigurliðið í keppninni, A-sveit GS. 

Guðmundur Rúnar tífaldur klúbbmeistari GS með Guðmundi og Rúnari. Þetta fannst ljósmyndara VF skemmtilegt myndefni.