Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmeistarar Keflavíkur senda erlendu leikmennina heim
Miðvikudagur 8. október 2008 kl. 12:55

Íslandsmeistarar Keflavíkur senda erlendu leikmennina heim

Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa ákveðið að senda alla erlenda leikmenn sína heim.  Stjórn deildarinnar ákvað þetta á fundi í morgun vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Tveir leikmenn hafa verið á mála hjá karlaliðinu, þeir Jesse Pelot-Rosa og Steven Gerrard. Og með kvennaliðinu átti Kesha að spila í vetur. Þau munu því halda af landi brott og liðið verður eingönu skipað íslenskum leikmönnum í vetur.


Það jákvæða er að liðið er ákaflega vel skipað leikmönnum í allar stöður og fá okkar leikmenn því meiri spilatíma.  Yngriflokka starf Keflavíkur hefur verið í miklum blóma siðustu ár og munu yngri leikmenn fá meira vægi í liðinu en oft áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðustu ár hefur verið rætt um að of margir erlendir leikmenn séu á mála hjá liðunum.  Nú er því lag fyrir íslensku leikmenn Keflavíkur að láta ljós sitt skína, því allt bendir til að Iceland Express-deildin verði alíslensk í ár.



VF-MYND/JJK: Kesha Watson hefur verið send heim ásamt erlendu leikmönnum karlaliðsins.