Íslandsmeistarar íþróttafélaga í Reykjanesbæ heiðraðir
Íþróttamaður og íþróttamenn Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 verða útnefndir í hófi á síðasta degi ársins. Stjórn ÍRB óskar eftir tilnefningum frá félögum innan sinna vébanda um íþróttamann ársins 2003 í Reykjanesbæ. Óskað er eftir því að deildarskiptu félögin, Keflavík og UMFN tilnefni einn aðila frá hverri deild sem starfrækt er innan félagsins, en önnur félög tilnefni einn íþróttamann sem fulltrúa sinn til kjörs á íþróttamanni ársins, árið 2002. Tilnefningunum fylgi rökstuðningur fyrir hvern einstakling.
Allir sem hljóta tilnefningar eiga að mæta í íþróttahúsið í íþróttahúsið í Njarðvík og úr þeim hópi verður valinn íþróttamaður Reykjanesbæjar 2003. Veitt er viðurkenning fyrir þrjú efstu sætin. Einnig eru veittar viðurkenningar fyrir íþróttamann hverjar greina fyrir sig.
Þá er óskað eftir hugmyndum félaga um hvort rétt sé að heiðra einhvern félaga fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og þarf rökstuðningur að fylgja með tillögunni. Að venju verða allir Íslandsmeistarar Reykjanesbæjar á árinu sem er að líða heiðraðir.
Þeim verður þeim veittur verðlaunapeningur með áletrun um meistaratignina. Félög eru beðin um að sjá til þess að allir flokkar og einstaklingar sem verðlaun eiga að hljóta , innan þeirra raða mæti í Íþróttahúsið í Njarðvík Kl. 13:00, 31. desember 2003.
Vakin er athygli á því að hátíðin er opin öllum bæjarbúum og eru iðkendur og stjórnarmenn félaga og deilda þeirra hvattir til að fjölmenna.
Allir sem hljóta tilnefningar eiga að mæta í íþróttahúsið í íþróttahúsið í Njarðvík og úr þeim hópi verður valinn íþróttamaður Reykjanesbæjar 2003. Veitt er viðurkenning fyrir þrjú efstu sætin. Einnig eru veittar viðurkenningar fyrir íþróttamann hverjar greina fyrir sig.
Þá er óskað eftir hugmyndum félaga um hvort rétt sé að heiðra einhvern félaga fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og þarf rökstuðningur að fylgja með tillögunni. Að venju verða allir Íslandsmeistarar Reykjanesbæjar á árinu sem er að líða heiðraðir.
Þeim verður þeim veittur verðlaunapeningur með áletrun um meistaratignina. Félög eru beðin um að sjá til þess að allir flokkar og einstaklingar sem verðlaun eiga að hljóta , innan þeirra raða mæti í Íþróttahúsið í Njarðvík Kl. 13:00, 31. desember 2003.
Vakin er athygli á því að hátíðin er opin öllum bæjarbúum og eru iðkendur og stjórnarmenn félaga og deilda þeirra hvattir til að fjölmenna.