Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmeistarar í ballroom-dönsum
Tinna María og Gylfi Már glæsileg með verðlaunin sem þau hlutu fyrir sigur á Íslandsmótinu.
Miðvikudagur 2. júní 2021 kl. 15:24

Íslandsmeistarar í ballroom-dönsum

Njarðvíkingurinn María Tinna Hauksdóttir og dansfélagi hennar, Gylfa Má Hrafnssyni, urðu Íslandsmeistarar í ballroom-dönsum fullorðinna um helgina. Frábær árangur fyrir ungt par á sínu fyrsta ári í flokki fullorðinna.

Það má segja að síðustu dagar hafi verið viðburðarríkir hjá Maríu Tinnu en hún dúxaði frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðasta föstudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslandsmeistaramótið var haldið í Fagralundi um helgina og voru fimm erlendir dómarar að dæma. „Þetta er fyrsta árið sem við tilheyrum flokki fullorðinna,“ segir María Tinna. „Við höfum þó áður fengið að keppa upp fyrir okkur. Við sigruðum alla fimm dansana en þeir eru; vals, tangó, vínarvals, foxtrot og quickstep. Þetta var skemmtileg keppni og var þetta mjög skemmtilegur endir á erfiðu ári, Covid-ári. Núna hefjum við undirbúning fyrir keppnisferðir erlendis sem hefjast vonandi í lok sumars. Vonandi fáum við bólusetningu sem fyrst svo að við getum farið. Næsta mót er British Open en það verður haldið í Blackpool á Englandi í lok ágúst.“