Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslandsmeistarar í 2000cc
Miðvikudagur 4. október 2006 kl. 12:48

Íslandsmeistarar í 2000cc

Borgar Ólafsson og Jón Bjarni Hrólfsson tryggðu sér Íslandsmeistaratitillinn í ralli í 2000cc flokki um síðustu helgi. Félagarnir höfnuðu í 2. sæti í heildarkeppninni þar sem allir flokkar taka þátt í stigakeppni og hafa því rásnúmer 2 á næsta rallári.

Ekin var Djúpavatnsleið í myrkri þar sem félagarnir tryggðu sér titilinn. „Aðstæðurnar voru mjög krefjandi en við höfum aldrei rallað áður í myrkri, helstu keppinautar okkar duttu snemma út á laugardeginum en við náðum að klára og því var sigurinn vís,“ sagði Jón Bjarni Hrólfsson, ökumaður, en sigurinn var sérlega sætur hjá félögunum sem urðu að sætta sig við vélarbilun í Alþjóða rallinu og náðu því ekki að ljúka keppni þar.

 

Jón og Borgar þurfa að vera nokkuð þolinmóðir næstu vikurnar því þeir fá ekki Íslandsmeistaratitilinn afhentan fyrr en á lokahófinu sem fram fer þann 25. nóvember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024