Íslandsmeistarar á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í Sambo
Glímudeild Njarðvíkur sendi tvo keppendur á Íslandsmeistaramótið í Sambo um síðustu helgi. Það var glímufólkið Guðmundur Sigurfinnson og Mariam Badawy sem kepptu fyrir hönd deildarinnar. Þau gerðu sér lítið fyrir og unnu allar sínar viðureignir og hrepptu bæði Íslandsmeistaratitilinn í greininni. Með árangrinum unnu þau sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í Sambo sem fer fram í Haifa í Ísrael dagana 21.–23. apríl næstkomandi.
Sambo hefur verið að hasla sér völl í glímuheiminum á undanförnum misserum og gæti orðið sýningargrein á næstu ólympíuleikum.