Íslandsleikar Special Olympics
– í Reykjaneshöll á morgun
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða í Reykjaneshöllinni laugardaginn 6. desember. Leikarnir eru samstarfsverkefni KSÍ, NES í Reykjanesbæ og Special Olympics á Íslandi. KSÍ hlaut Hvataverðlaun ÍF 2014 fyrir áralangt samstarf við ÍF og Special Olympics á Íslandi en þar hafa Íslandsleikarnir í knattspyrnu skipað stóran sess.
Keppt verður blönduðum liðum þar sem eru 3 ófatlaðir og 4 fatlaðir en keppnin er hluti af alþjóðlegu verkefni - Unified football. Auk keppenda frá aðildarfélögum ÍF verða meðspilarar frá lögreglunni, Knattspyrnufélaginu Víði í Garði og 4. flokki Keflavíkur.
Keppni hefst kl. 10:15
Kl. 10:00 hefst upphitun en henni stjórnar Kristján Freyr Geirsson, lögreglumaður.
Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending fari fram um 13:30 - 13:45
Dómarar frá KSÍ sjá um dómgæslu á leikunum.
Lögreglumenn hlaupa kyndilhlaup og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar kveikir eld leikanna að loknu hlaupi.
Special Olympics á Íslandi hóf samstarf við lögregluna árið 2013 en lögreglumenn hafa verið í alþjóðasamstarf við Special Olympics samtökin í fjölda ára og hlaupið kyndilhlaup fyrir Evrópu og alþjóðaleika.