Íslandsbikarinn í 2. deild til Njarðvíkur
– mögnuð stemmning í leikslok. - Sjáið myndir, video og viðtöl hér!
Njarðvíkingar fengu Íslandsbikarinn í 2. deild afhentan í leikslok á Njarðtaksvellinum í dag. Njarðvíkingar unnu góða sigur á KV en úrslit leiksins urðu 3:1 fyrir heimamenn í Njarðvík.
Kenneth Hogg skoraði fyrsta mark Njarðvíkur á 55. mínútu en gestirnir úr Vesturbænum svöruðu fyrir sig þremur mínútum síðar. Njarðvíkingar tóku forystu í leiknum á 58. mínútu eftir að KV skoraði sjálfsmark. Arnór Björnsson gulltryggði svo sigur Njarðvíkur á 80. mínútu.
Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá stemmninguna í leikslok og viðtöl sem Páll Ketilsson tók eftir leikinn.
Arnór Björnsson skorar þriðja mark Njarðvíkur í dag. VF-myndir: Páll Ketilsson