Íslandsbanki styrkir Golfklúbb Sandgerðis
Íslandsbanki og Golfklúbbur Sandgerðis skrifuðu undir samstarfssamning nýlega sem kveður á um að Íslandsbanki styrki starf GSG. Sandgerðingar hafa unnið að stækkun golfvallarins úr 9 í 18 holur.
Á myndinni má sjá Kjartan Ingvarsson lánastjóra Íslandsbanka ásamt Sigurjóni Gunnarssyni formanni klúbbsins og Skafta Þórissyni stjónarmanni í GSG.