Íslandsbanki og Njarðvík í samstarf
Á dögunum skrifuðu Körfuknattleiksdeild UMFN og Íslandsbanki undir samstarfssamning þess efnis að Íslandsbanki myndi styrkja yngriflokka starf félagsins, sem einn af aðalstyrktaraðilum. Friðrik Ragnarsson formaður og Sighvatur Gunnarsson útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ undirrituðu samninginn á dögunum. Þessi stuðningur við yngriflokkastarfið er mikilvægur og félagið í skýjunum með þennan nýja samning.
Við sama tilefni þá afhentu félagið einnig pening sem safnaðist í ágóðaleik sem leikinn var 21. desember sl. Fyrir hönd líknarsjóðs Njarðvíkurkirkna var það Jakob Sigurðsson sem tók við peningagjöfinni af Davíði Páli Viðarssyni stjórnarmanni kkd.