Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íslands-og bikarmeistari í bardaga á leið á EM
Þriðjudagur 6. ágúst 2013 kl. 09:23

Íslands-og bikarmeistari í bardaga á leið á EM

Á næstunni halda þrír keppendur Keflavíkur til Rúmeníu til að keppa á Evrópumóti ungmenna í Taekwondo. Á heimasíðu Keflavíkur má sjá skemmtileg viðtöl sem Rut Sigurðardóttir tók við liðsmenn Keflavík þar sem þau eru spurð spjörunum úr.  

Keflvíkingurinn Karel Bergmann Gunnarsson hefur orðið bæði Bikar-og Íslandsmeistari á þessu ári auk þess að hafa unnið ótal titla undanfarin ár. Hann keppir á U-17 Evrópumótinu sem er haldið í Portúgal 25.-28. september. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér er viðtal við Karel en nánari upplýsingar má finna á www.keflavik.is/taekwondo