ÍSLANDBANKAMÓTIÐ Í GOLFI Í LEIRU: ÞRÖSTUR Á GÓÐU SKORI
Þröstur Ástþórsson sigraði á Íslandsbankamótinu í golfi á Hólmsvelli í Leiru í fyrradag. Þröstur sem er með 5 í forgjöf lék á tveimur undir pari, 35 höggum hvorar níu holurnar og sigraði örugglega án forgjafar.Í 2. sæti varð Þorgeir Ver Halldórsson en hann lék líka, eins og Þröstur, langt undir sinni forgjöf og kom inn á 74 höggum, tveimur yfir pari Hólmsvallar. Aðrir voru ekki að spila vel því 79 högg Björns V. Skúlasonar dugðu í 3. sætið. Með forgjöf sigraði Kristinn Arnar Sigurðsson á 67 höggum, Þorsteinn Sigurðsson varð annar á 68 og á sama höggafjölda en í 3. sæti var Ingólfur Ágústsson.Hjá kvenfólkinu lék Guðný Sigurðardóttir best en kom inn á 95 höggum 18 holurnar. Með forgjjöf var Hafdís Ævarsdóttir best á 69 höggum, Valdís Valgeirsdóttir önnur á 70 og Bjargey Einarsdóttir þriðja á 70 höggum sömuleiðis. Í unglingaflokki lék Rúnar Óli Einarsson á besta skori eða 86 höggum. Gunnar Örn Einarsson var bestur með forgjöf á 64, Atli Elíasson annar á 77 og þriðji Guðjón Kjartansson á 82 höggum.