Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 19. ágúst 1999 kl. 22:13

ÍSLANDBANKAMÓTIÐ Í GOLFI Í LEIRU: ÞRÖSTUR Á GÓÐU SKORI

Þröstur Ástþórsson sigraði á Íslandsbankamótinu í golfi á Hólmsvelli í Leiru í fyrradag. Þröstur sem er með 5 í forgjöf lék á tveimur undir pari, 35 höggum hvorar níu holurnar og sigraði örugglega án forgjafar. Í 2. sæti varð Þorgeir Ver Halldórsson en hann lék líka, eins og Þröstur, langt undir sinni forgjöf og kom inn á 74 höggum, tveimur yfir pari Hólmsvallar. Aðrir voru ekki að spila vel því 79 högg Björns V. Skúlasonar dugðu í 3. sætið. Með forgjöf sigraði Kristinn Arnar Sigurðsson á 67 höggum, Þorsteinn Sigurðsson varð annar á 68 og á sama höggafjölda en í 3. sæti var Ingólfur Ágústsson. Hjá kvenfólkinu lék Guðný Sigurðardóttir best en kom inn á 95 höggum 18 holurnar. Með forgjjöf var Hafdís Ævarsdóttir best á 69 höggum, Valdís Valgeirsdóttir önnur á 70 og Bjargey Einarsdóttir þriðja á 70 höggum sömuleiðis. Í unglingaflokki lék Rúnar Óli Einarsson á besta skori eða 86 höggum. Gunnar Örn Einarsson var bestur með forgjöf á 64, Atli Elíasson annar á 77 og þriðji Guðjón Kjartansson á 82 höggum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024