Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísland vann Rúmeníu í Keflavík
Sunnudagur 19. september 2004 kl. 19:23

Ísland vann Rúmeníu í Keflavík

Íslenska landsliðið í körfubolta vann glæsilegan sigur á Rúmenum í dag, 79-73. Leikurinn fór fram í Keflavík fyrir framan fjölda áhorfenda. Ísland byrjaði leikinn vel og segir m.a. á síðunni Sport.is að oft og tíðum hafi verið unun að horfa á strákana okkar leika körfubolta.

Rúmenar náðu að komast inn í leikinn þegar líða tók á fyrri hálfleikinn, en Ísland leiddi þó 40-38. Gestirnir náðu forystunni snemma í seinni hálfleik og héldu henni lengi vel,en Ísland kláraði leikinn þó af krafti unnu góðan sigur í mikilvægum leik. Sigurinn má þakka blöndu af góðri hittni á köflum og sterkum leik stóru strákanna okkar sem þó voru ekkert voðalega stórir miðað við stóru strákana hjá Rúmenum, en þeir voru með tvo menn sem voru 210 cm á hæð.

Jón Arnór Stefánsson lék mjög vel og var gríðarleg ógn á vörn Rúmena allan leikinn. Helgi Már Magnússon var stigahæstur Íslendingana með 16 stig, Jón Arnór gerði 13 og Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði, skoraði 11 stig.
VF-myndir/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024