Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísland vann Pólland í dag
Laugardagur 7. ágúst 2004 kl. 18:45

Ísland vann Pólland í dag

Karlalandsliðið í körfuknattleik vann Pólverja í vináttuleik fyrr í dag, 90-82.

Pólverjar voru yfir í hálfleik, 36-38, en í þriðja leikhluta skoraði Eiríkur Önundarson 11 stig og leiddi stórsókn Íslands sem hafði náð forystunni fyrir lokahlutann. Í fjórða leikhluta var komið að þætti Snæfellinganna Hlyns Bæringssonar og Sigðurðar Þorvaldssonar sem skoruðu 23 af 34 stigum Íslands.

Sigurinn er afar góð úrslit fyrir Ísland þar eð Pólverjar eru mun hærra skrifaðir sem körfuboltaþjóð. Lykillinn af sigrinum í dag var góður samleikur og eitilhörð vörn.

Hlynur var besti maður Íslands í leiknum og skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Þá var Eiríkur með samtals 15 stig og félagarnir Magnús Gunnarsson og Fannar Ólafsson voru með 12. Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson lék einnig vel og setti 10 stig.

Pólverjar unnu fyrsta leik liðanna í gær, 78-83, en síðasti leikurinn verður í Keflavík á morgun.

Hér má sjá tölfræði leiksins í dag
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024