Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísland vann Holland
Þriðjudagur 16. ágúst 2005 kl. 11:14

Ísland vann Holland

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik lagði Holland, 74-78, í vináttulandsleik í gær.

Ísland var yfir í hálfleik, 36-37, og náðu góðum kafla í 3. leikhluta sem tryggði þeim góða forystu fyrir lokakaflann. Hollendingar voru hins vegar ekki á því að játa sig sigraða og komust aftur inn í leikinn og náðu forystu, 70-69.

Þá settu íslensku strákarnir í lás í vörninni og sigldu aftur framúr.

Þrír Suðurnesjamenn voru í byrjunarliðinu, þeir Magnús þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Logi Gunnarsson, en þeir Egill Jónasson og Jón Norðdal Hafsteinsson komu inn af bekknum.

Tölfræði úr leiknum: Jón Arnór Stefánsson, 26 stig, 5 fráköst, 1 stoðs., Hlynur Bæringsson, 22 stig, 11 fráköst (6 sóknarfráköst), 2 stoðsendingar, Logi Gunnarsson, 10 stig, 6 fráköst (5 sóknarfráköst), 1 stoðs., Jakob Sigurðarson, 7 stig, 3 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson, 5 stig, Friðrik Stefánsson, 2 stig, 6 fráköst, Sigurður Þorvaldsson, 2 stig, 3 fráköst, 1 fráköst. Jón Nordal Hafsteinsson, 2 stig, 1 frákast, Helgi Magnússon, 2 stig, 2 fráköst, 1 stoðsending. Egill Jónasson 1. frákast.

Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:
Jón Arnór Stefánsson, Magnús Þór Gunnarsson, Logi Gunnarsson, Hlynur Bæringsson og Friðrik Stefánsson.

KKI.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024