Ísland vann Belgíu í Hólminum
Körfuknattleikslandslið Íslands vann nauman sigur á Belgíu í vináttulandsleik í í dag, 77-76. Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson skoraði sigurkörfuna í þann mund sem leiktíminn rann út.
Leikurinn, sem fór fram í Stykkishólmi, var jafn en Belgar héldu naumri forystu lengst af. Staðan í hálfleik var 42-50 og fyrir síðasta leikhluta leiddu gestirnir 59-63. Íslendingar reyndust þó sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum góðan sigur.
Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Íslands og skoraði 23 stig og tók 14 fráköst. Páll Axel skoraði 16 og Jakob Sigurðarson skoraði 11.
Liðin léku þrjá leiki og unnu Belgarnir fyrstu tvo.
Leikurinn, sem fór fram í Stykkishólmi, var jafn en Belgar héldu naumri forystu lengst af. Staðan í hálfleik var 42-50 og fyrir síðasta leikhluta leiddu gestirnir 59-63. Íslendingar reyndust þó sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum góðan sigur.
Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Íslands og skoraði 23 stig og tók 14 fráköst. Páll Axel skoraði 16 og Jakob Sigurðarson skoraði 11.
Liðin léku þrjá leiki og unnu Belgarnir fyrstu tvo.