Ísland tapar naumlega gegn Belgíu
Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði í gær öðrum leik sínum gegn Belgíu, 74-78, í Keflavík.
Íslenska liðið lék mun betur en í fyrrakvöld og höfðu forystu, 56-53, fyrir síðasta leikhlutann. Belgarnir voru þó sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri.
Helgi Már Magnússon átti mjög góðan leik fyrir Íslands hönd og skoraði 16 stig. Þá skoraði Fannar Ólafsson 13 stig auk þess sem Hlynur Bæringsson var drjúgur með 8 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
Liðin leika sinn þriðja og síðasta leik gegn Belgum í Stykkishólmi í dag. Leikurinn hefst kl. 14.
Íslenska liðið lék mun betur en í fyrrakvöld og höfðu forystu, 56-53, fyrir síðasta leikhlutann. Belgarnir voru þó sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri.
Helgi Már Magnússon átti mjög góðan leik fyrir Íslands hönd og skoraði 16 stig. Þá skoraði Fannar Ólafsson 13 stig auk þess sem Hlynur Bæringsson var drjúgur með 8 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
Liðin leika sinn þriðja og síðasta leik gegn Belgum í Stykkishólmi í dag. Leikurinn hefst kl. 14.