Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísland og Austurríki skildu jöfn
Þriðjudagur 16. október 2007 kl. 18:50

Ísland og Austurríki skildu jöfn

Keflvíkingurinn Hallgrímur Jónasson lék allan tímann í U 21 árs liði Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við austurríkismenn á Grindavíkurvelli í dag. Leikurinn var í undankeppni Evrópukeppninnar. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum en fór oft og tíðum illa með færin sín. Hallgrímur lék sem miðvörður og stóð sig með stakri prýði en mark Austurríkis var sérlega glæsilegur þrumufleygur af um 35 metra færi.

 

Íslenska liðið jafnaði svo metin 1-1 með marki frá Rúriki Gíslasyni á 64. mínútu leiksins. Frekar dapurt hjá íslenska liðinu að fá aðeins eitt stig eftir að hafa stjórnað leiknum frá upphafi til enda og ljóst að liðinu vatnar talsvert upp á sjálfstraustið við mark andstæðinga sinna.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Hallgrímur í leiknum á Grindavíkurvelli í dag.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024