Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Ísland-Lúxemburg í Sláturhúsinu
Miðvikudagur 13. september 2006 kl. 10:27

Ísland-Lúxemburg í Sláturhúsinu

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tekur á móti Lúxemburg í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld kl. 20:00. Bæði lið hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í B-deild Evrópukeppninnar og sigur því bráðnauðsynlegur hjá báðum liðum.

Ísland tapaði naumlega gegn Finnum í sínum fyrsta leik í Laugardalshöll, 86-93, og í síðari leiknum beið íslenska liðið 15 stiga ósigur gegn Georgíu frammi fyrir troðfullu húsi í Tblisi.

Körfuknattleiksáhugafólk og aðrir eru hvattir til þess að fjölmenna í Sláturhúsið og styðja íslenska liðið til síns fyrsta sigurs í riðlinum.

 

VF-mynd/ Fannar er öllum hnútum kunnugur í Sláturhúsinu og ætti að taka sig vel út í kvöld á sínum gamla heimavelli.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25