ÍSLAND-ÍRLAND
Boxveisla í Reykjanesbæ
Á laugardagskvöld verður hnefaleikaveisla í Reykjanesbæ þegar 15 írskir hnefaleikamenn mæta liði Reykjanesbæjar í nýju boxhöllinni sem áður var gamla sundhöllin. Von er á fullu húsi og hófst forsala aðgöngumiða í gær hjá Kaffi DUUS. Guðjón Vilhelm Sigurðsson, forstöðumaður Hnefaleikafélags Reykjaness, segir sína bardagamenn klára í slaginn og að bardagar Íslendinga og Íra séu þeir allra hörðustu því hnefaleikakappar þessara landa vilji sækja, ekki verjast.
Unglingahópar liðanna hefja keppni á laugardag kl. 14 og stendur hún til kl. 17. Um daginn verður einnig kynning á starfi félagsins í nýjum og glæsilegum húsakynnum. Um kl. 20 hefjast svo aðalbardagarnir og þá verður selt inn. Miðaverð í forsölu er kr. 1500 en við innganginn mun kosta kr. 1900 inn.
,,Við ætlum að koma 350 manns inn í húsið og skapa skemmtilega og ógleymanlega stemmningu. Það verður talað um þennan viðburð næstu vikurnar,” sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir. ,,Það eru efnilegir strákar að koma upp og við tjöldum nýrri línu af boxurum á laugardag. Þar á milli eru strákar sem munu láta vel að sér kveða í framtíðinni og því um að
Keppt verður í ólympískum hnefaleikum þar sem sigur fæst með flestum höggum og einnig á rothöggum eða tæknilegum rothöggum. ,,Bæði lið hafa verið að æfa vel að undanförnu og ég er klár á því að það verði uppselt hjá okkur svo það er um að
Guðjón skoraði á Suðurnesjamenn að mæta á laugardagskvöld. ,,Það er tilvalið að fara í Höllina og sjá Keflavíkurkonur verða bikarmeistarar og koma svo heim og upplifa flugeldasýninguna með okkur.”