Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 22. maí 2002 kl. 15:12

Ísland í 4. sæti og Logi stigahæstur

Íslenska ungmennalandsliðið lenti í 4. sæti á alþjóðlegu móti í Frakklandi sem lauk á mánudag. Ísland spilaði gegn Slóveníu um 3. sætið á mótinu en tapaði 91:41. Logi Gunnarsson skoraði 7 stig í leiknum en hann var stigahæsti leikmaður mótsins og fékk viðurkenningu að mótinu loknu.Sjö leikmenn frá Suðurnesjum voru í landsliðshópnum en það eru Ólafur Aron Ingvason, Guðmundur Jónsson, Egill Jónasson og Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Halldór Halldórsson úr Keflavík og bræðurnir Þorleifur og Jóhann Ólafssynir en þeir spila með Bremen í Þýskalandi en eru úr Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024