Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ísland í 3. sæti
Mánudagur 30. ágúst 2004 kl. 19:04

Ísland í 3. sæti

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik varð í 3. sæti á Panon-æfingamótinu sem fram fór í Ungverjalandi nú um helgina. Eins og Víkurfréttir hafa áður greint frá þá eru sjö Suðurnesjamenn í landsliðinu.

Ísland tapaði stórt gegn Pólverjum, 85-110, þar sem Magnús Gunnarsson gerði 12 stig og Friðrik Stefánsson 10. Eini sigur liðsins á mótinu var gegn Austurríki, 74-71 og gerði Jón N. Hafsteinsson 19 stig í leiknum og Magnús Gunnarsson 17. Íslenska liðið tapaði svo gegn gestgjöfunum, Ungverjum, 94-75. Í þeim leik var Magnús Gunnarsson með 11 stig, Arnar Freyr Jónsson 10, Fannar Ólafsson 8, Páll Axel Vilbergsson 6, Jón N. Hafsteinsson 4 og Friðrik Stefánsson 2.

Stig íslenska liðsins á Panon-mótinu:
Jakob Sigurðarson 47
Magnús Þór Gunnarsson 40
Hlynur Bæringsson 39
Jón Nordal Hafsteinsson 31
Friðrik Stefánsson 21
Fannar Ólafsson 15
Páll Axel Vilbergsson 15
Arnar Freyr Jónsson 11
Eiríkur Önundarson 7
Páll Kristinsson 4
Sigurður Þorvaldsson 4
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024