Ísland hefur leik á EM í dag
- Þrír frá Suðurnesjum í 12 manna hópnum
Ísland mun spila í dag sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í körfubolta. Ísland spilar sinn fyrsta leik gegn Grikklandi og fer leikurinn fram í Helskinki. Þrír Suðurnesjamenn eru í liði Íslands, Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson, Logi Gunnarsson og Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson.
Ísland leikur í A- riðli í Helsinki og í riðli með Íslandi er Grikkland, Pólland, Frakkland, Slóvenía ásamt heimamönnum Finnum.
Leikurinn er sýndur á RÚV og hefst útsendingin kl 13:00 og leikurinn kl 13:30.