Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísak Óli og Rúnar Þór léku sinn fyrsta A-landsleik
Keflvíkingarnir Rúnar Þór Sigurgeirsson og Ísak Óli Ólafsson á AT&T leikvanginum í Dallas fyrir leik. Myndir af Facebook-síðu Rúnars Þórs
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 30. maí 2021 kl. 12:17

Ísak Óli og Rúnar Þór léku sinn fyrsta A-landsleik

Í nótt fór fram vináttulandsleikur Íslands og Mexíkó þar sem Mexíkó hafði betur, 2:1, eftir að Ísland hafði komist yfir með marki Birkis Más Sævarssonar eftir um stundarfjórðungs leik.

Keflvíkingarnir Ísak Óli Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson léku báðir sinn fyrsta A-landsleik þegar þeim var skipt inn á.

Rúnari Þór skipt inn á í sínum fyrsta A-landsleik.

Hjörtur Hermannsson stýrði vörninni í leiknum og hann var ánægður með innkomu þeirra sem stigu sín fyrstu skref með landsliðinu í nótt. Viðtal við Hjört var birt á Facebook-síðu KSÍ að leik loknum og má sjá það í spilaranum hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024